Langar þig að ferðast ódýrt til Evrópu ?

BEST ( Board of European Students of Technology ) eru stórsniðug samtök, sem bjóða upp á yfir 200 námskeið á ári. Samtökin eru starfrækt í 30 löndum Evrópu, við 70 Háskóla. Félag var stofnað við Háskóla Íslands fyrir einu og hálfu ári síðan og geta því allir stúdentar við HÍ sótt um námskeið á vegum félagsins.

Það sem er það magnaðasta við námskeiðin, er að félagið sem heldur námskeiðið, sér um mat, gistingu og transport á meðan á því stendur. Þannig að það er bara að koma sér til viðkomandi borgar og njóta þess að vera þar frítt á meðan á námskeiðinu stendur.

Opið er fyrir umsóknir á sumarnámskeið BEST til 1.apríl. en í sumar verða 45 námskeið í boði í 42 borgum Evrópu eða 23 löndum. Er ekki allir að leita að tækifærum til að ferðast ódýrt í sumar ?

Persónulega finnst mér kúrsinn "Enjoy red and white: An extraordinary summer course about wine..." mest spennandi. Ekki leiðinlegt að fara til Tyrklands og liggja í vínsmökkunum í 10 daga í sumar og borga bara fargjaldið ;) 

Sækja um námskeið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að hugsa um þennan vínsmökkunarkúrs.

Frekar spes að fara til miðs Tyrklands til þess að smakka vín. Ekki alveg það sem manni myndi fyrst detta í hug að gera í fríinu :)

Hákon Skjenstad (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Magnús Már Einarsson

Það er það góða við BEST. Þú færð tækifæri til að ferðast á framandi staði og upplifa hluti sem þér myndi annars aldrei detta í hug að gera. Og allt þetta á mjög viðráðanlegum prís.

Magnús Már Einarsson, 25.3.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband