28.4.2007 | 14:22
Saga Bolungarvíkur
Jæja þá er prófatíðin hafin. Hef reyndar sjaldan fengið eins þægilega próftöflu og nú. Tveimur námskeiðum lokið fyrir prófatörnina og þarf ég því aðeins að taka 3 próf á 10 dögum. En það er nú alltaf þannig að þegar maður á að vera að læra undir próf þá finnur maður sér yfirleitt eitthvað annað að gera. Ég hef verið að glugga í bókina hans Jóns Þ. Þórs um sögu Bolungarvíkur, 1. bindi. Þar er saga Bolungarvíkur rakin frá upphhafi til ársins 1920. Einna skemmtilegastur þótti mér kaflinn um stofnun sparisjóðs Bolungarvíkur. En peningastofnanir voru ekki til á Íslandi fyrr en á síðari hluta 19. aldar, fyrir þann tíma var notast við vöruskipti. En í bókinni segir að á árinu 1908 hafi verið afráðið að stofna Sparisjóð í Bolungarvík og var boðað til fundar þann 15. apríl 1908, fyrir réttum hundrað árum síðan. Fyrstu stjórnina skipuðu þeir Pétur Oddsson kaupmaður, Halfdán Örnólfsson hreppstjóri og Sigurður Jónsson kennari. Fram kemur að þessir herramen hafi einnig gengist í ábyrgðir fyrir bankann ásamt öðrum stofnfélögum og svara fyrir allt að 200,- kr. halla hver.
Fyrsti sparisjóðsstjóri var Pétur Oddsson og var afgreiðslan í Péturshúsi ( seinna Einarshús þar sem kjallarinn er í dag ), opin einu sinni í viku fyrst um sinn. Formlega tók sparisjóðurinn til starfa 25. maí 1908 og var fyrsta innlögnin 75 krónur. Fyrsta lánið hins vegar var 250 krónur. Á fyrsta starfsárinu lögðu 68 Bolvíkingar fé inn í sjóðin, alls 7.596,20 krónur. Sama ár greiddi sjóðurinn 102,28 krónur í innlánsvexti, lánaði 8.075,- krónur og rekstrarkostnaður við sjóðinn nam 70,29,- krónum.
Ekki ætla ég að fara út í það að núvirða þessar fjárhæðir, en það er engu að síður gaman að sjá þetta.
Um bloggið
Magnús Már Einarsson
Tenglar
Áhugavert
Bloggarar
Vestfirskt
Háskólinn
Ýmsar skemmtilegar síður tengdar háskólanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló halló Magnús minn :) ... ég hef nú kíkkað hingað inn áður en aldrei kvittað held ég :/ EN núna læt ég verða að því og ekki verra undir Bolvíkinga-bloggi ;) Og þar má maður sko fullt af góðum minningum mar ;)
Gangi þér extra vel í prófum og hafðu það súpergott elskan mín
knússs frá Ak.
Ólöf Daða (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.