11.5.2007 | 22:48
Kjördagur að renna upp
Þá er stóri dagurinn að renna upp. Á morgun gengur landinn að kjörkössunum og sker úr um hvaða flokkur fær umboð til ríkistjórnunarmyndunar eftir helgi. Frekar leiðinlegt að háskólinn skyldi ekki hafa flýtt prófatörninni um 2 daga, þannig að síðasti prófdagur væri laugardagurinn 12. maí í staðin fyrir þriðjudaginn 15. maí. Auglýsingin frá einhverjum bankanna með yfirskriftinni "tökum tillit til námsmanna" kemur helst upp í hugann.
Annars hefur verið gaman að fylgjast með baráttunni síðustu daga. Óvænt útspil á lokasprettinum verið mörg. Það nýjasta í dag þegar Jóhannes í Bónus keypti heilsíðu auglýsingu í öllum dagblöðunum þar sem hann hvetur fólk sem ætlar sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík suður til að strika yfir Björn Bjarnason. Ég heyrði einu sinni mann kominn af léttasta skeiði heima í Bolungarvík lýsa því yfir að hann hefði í öllum sínum kosningum strikað miskunarlaust út menn á öllum listum og þar með gert atkvæðið sitt ógilt í öllum kosningum síðan um miðja síðustu öld ! Verður gaman að sjá hvort að hlutfallið " auðir og ógildir" aukist í Reykjavík suður í kosningunum á morgun.
Það hafa margir í kringum mig verið að velta því fyrir sér hvernig myndun stjórnar fer fram eftir kosningar. Eftir því sem ég best veit, þá er tvennt í stöðunni:
1. Samanlagt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verður nægt til að stjórnin haldi velli. Geir H. Haarde sem sitjandi forsætisráðherra hefur umboð til að hefja viðræður um stjórnarmyndun.
2. Stjórnin verður felld. Þá hljóta sigurvegarar kosninganna, sem skv. skoðannakönnunum verða Vinstri grænir þar sem þeir bæta við sig mestu fylgi, umboð frá forseta Íslands til að hefja stjórnarmyndunarviðræður.
Ef ég er að fara með rangt mál, þá bið ég endilega menn sem vita betur en ég að leiðrétta mig í commentakerfinu. Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þetta er að það virðist brenna við að margir kjósendur sem í grunninn vilja Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta ætli sér að kjósa þann flokk sem þeir horfa á sem "drauma samstarfsflokk " með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn". Það gæti verið frekar hættulegt skv. þessum skilningi mínum. Því ef að stjórnin heldur ekki velli og skoðanakannanirnar ganga eftir, þá hefur Steingrímur J. umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður eftir helgina. Það er hugboð mitt að kaffibandalagið verði honum framar í huga en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Ég ætla mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á morgun og hvet ég þann meirihluta þjóðarinnar sem skv. skoðanakönnunum virðist vilja Geir H. Haarde áfram sem forsætisráðherra, til að gera slíkt hið sama.
Um bloggið
Magnús Már Einarsson
Tenglar
Áhugavert
Bloggarar
Vestfirskt
Háskólinn
Ýmsar skemmtilegar síður tengdar háskólanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pant ekki fá rammt og súrt kaffi eftir kosningarnar! Ríkisstjórn þar sem Jón Magnússon og/eða VG ræður því hvort ríkisstjórnin haldi saman... Ég held að samkeppnin um verstu ríkisstjórn Íslands sé léttilega unnin ef við fáum Kaffibandalagið í stjórnarráðið ;)
Vonandi var prófið þitt í dag ásættanlegt.
Kveðja,
Hákon
Hákon Skjenstad (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.