Skemmtilegir tímar framundan

Jæja, þá er bara eitt próf eftir. Síðasta próf þessa vetrar verur þreytt á morgun, en þá þarf ég að takast á við Tölulega greiningu. Vonandi gengur það að óskum. Gulrótin sem maður hefur þó hangandi fyrir framan sig, er að á fimmtudagin fer ég í útskriftarferð og verð í burtu í 25 daga. Fyrst höldum við til Þýskalands, en námshluti ferðarinnar fer þar fram. Fyrirhugaðar eru heimsóknir í kjarnorkuver, kauphöll, háskólann í Karlsruhe og höfuðstöðvar Audi. Eftir viku dvöl í Þýskalandi höldum við svo til Tælands þar sem við verðum í tvær og hálfa viku. Í Tælandi skoðum við okkur um í Bangkok, förum í gönguferð inn í landinu þar sem tækifæri gefst til að fara á fílsbak og spókum okkur á ströndinni á eyjunni Koi Samui svo eitthvað sé nefnt. 

Ég á von á að þetta verði hin skemmtilegasta ferð og nokkuð ljóst að það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefast til að fara til Asíu.

Svo eru ekki minna skemmtilegir tímar framundan hjá okkur í Innovit. En í sumar getum við boðið frumkvöðlum upp á skrifstofuaðstöðu án endurgjalds til uppbyggingar á sinni viðskiptahugmynd. Einnig verður hjá okkur nemandi sem vinnur verkefni sem hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og er samvinnuverkefni Innovit og hins margverðlaunaða Þorsteins Inga Sigfússonar.  

Mikið að gera að venju og ég sé fram á að einstaklega skemmtilegt sumar sé í vændum.

ko__hong

 

 

 

 

 

 

Læt fylgja með að ganni mynd af einni af Tælensku eyjunum :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband