Aukin þjónusta við frumkvöðla innan Háskóla Íslands

Eftirfarandi pistill eftir mig birtist á heimasíðu Vöku í gær. Læt hann fylgja með hérna líka.

 

Hugtakið „þekingarþjóðfélag“ hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Allir virðast vera sammála um það að vilja lifa í þekkingarþjóðfélagi og að búa eigi svo um hnútana að á Íslandi sé þekkingarþjóðfélag. En hver er grundvöllurinn fyrir þekkingarþjóðfélagi ? Að mínu mati er það að til verði fyrirtæki sem byggð eru á rannsóknum eða þekkingu menntafólks. Stórt skref hefur verið stigið í þá átt, að skapa háskólamenntuðum frumkvöðlum vettvang, til að hagnýta sínar rannsóknir í átt að stofnun fyrirtækis, en það er stofnun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Innovit býður upp á þjónustu og ráðgjöf fyrir frumkvöðla við að koma upp sprotafyrirtækjum. Þjónusta Innovit er skipt í fjórar meginstoðir, en þær eru:


                                                      Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki

                                                      Fræðsla, fyrirlestrar og námskeið

                                                      Sumarvinna við nýsköpun

                                                      Árleg frumkvöðlakeppni Innovit

 

Þjónustan er í boði fyrir nemendur þeirra háskóla, sem í samstarfi eru við Innovit. Háskóli Íslands hefur þegar ákveðið að tryggja nemendum sínum aðgang að þjónustu Innovit næstu þrjú árin.

Innovit var stofnað í janúar síðastliðnum, af Vökuliðunum, Andra Heiðari Kristinssyni, undirrituðum og Stefaníu Sigurðardóttir, en að hugmyndinni komu einnig vökuliðarnir Davíð Gunnarsson, Gunnar Björn Helgason, Kristín María Birgisdóttir og Stefán Andri Gunnarsson. Starfsemin er nú þegar komin af stað og hafa þrjú sprotafyrirtæki haft aðstöðu hjá Innovit síðan í maí. Vel á annan tug umsókna bárust um aðstöðuna, þó að umsóknarfresturinn hafi verið mjög stuttur. Er þetta góð vísbending um þann mikla frumkvöðlaanda sem ríkir í nemendum Háskóla Íslands. Með því að virkja þá þekkingu og þann frumkvöðlaanda sem í íslenskum háskólanemum býr, búum við saman til það þekkingarþjóðfélag sem samstaða er um að ríkja eigi á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband