29.11.2007 | 15:38
Veit einhver um íbúð í París til leigu ?
Jæja, nú er að reyna að standa við stóru orðin og blogga reglulegar. Þegar þetta er skrifað sit ég sveittur á bókasafninu í VRII ( lesist Verk- og raun hús 2) að lesa Efnafræði. Efnafræðin hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, enda er þessi kúrs einn af gömlum syndum sem hefði átt að klárast á öðru árinu mínu í verkfræðinni.
Í stundum á milli stríða, höfum við Jóhanna verið að reyna að finna fyrir hana íbúð í París. Það eru ekki nema tæpir 2 mánuðir þangað til að hún ætlar sér að flytja á vit ævintýrana til Parísar og skilja mig eftir í kuldanum. Þær íbúðir sem við höfum verið að skoða og koma til greina sökum verðs, eru á bilinu 10 - 20 fm. og kosta allt upp í 800 Evrur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur íslenskar. Svo virðist líka sem allar leigumiðlanirnar vilji fá einhvern ábyrgðarmann sem þiggur laun í Frakklandi, sem gerir þetta ekkert mikið auðveldara. Ef einhver hefur einhver ráð upp í erminni þá megið þið endilega hafa samband.
En jæja, nóg af kveini. Fín færsla hérna hjá Guffa frænda.
Um bloggið
Magnús Már Einarsson
Tenglar
Áhugavert
Bloggarar
Vestfirskt
Háskólinn
Ýmsar skemmtilegar síður tengdar háskólanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.