Kosningar í Háskólanum - Áfram Vaka !

Fyrri kjördagur runninn upp – Áfram VAKA !

Jæja, þá er komið að hinum árlegu kosningum til stúdentaráðs í Háskóla Íslands. Ég skipaði fimmta sæti á lista Vöku til stúdentaráðs, sem þýðir að ég hlýt sæti í ráðinu hljóti Vaka meirihluta, en þá komast fimm efstu af listanum í ár og fimm efstu af listanum í fyrra í stúdentaráð.

Fái ég umboð til að vinna að hagsmunum stúdenta í stúdentaráði, eru nokkur málefni sem ég myndi setja á oddinn. Það sem stendur mér einna næst, er að berjast fyrir því að próftöflur séu birtar áður en maður skráir sig í námskeið. En á síðustu önn tók ég 6 próf, fyrst 3 á þremur dögum og svo 3 á tveimur dögum! Með því að próftaflan sé birt fyrirfram er maður allavegana meðvitaður um það alla önnina hvernig prófin raðast.

Ég vil biðja ykkur sem þetta lesa að veita mér ykkar stuðning í kosningunum og hjálpa mér við það að koma mínum hugðarefnum í verk. Einnig er þetta tækifæri til að láta meistara Hlyn, vin minn í Vöku standa við stóru orðin !

"  

Nánar má lesa um málefnin okkar á heimasíðu Vöku; www.vaka.hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband