Langar þig að ferðast ódýrt til Evrópu ?

BEST ( Board of European Students of Technology ) eru stórsniðug samtök, sem bjóða upp á yfir 200 námskeið á ári. Samtökin eru starfrækt í 30 löndum Evrópu, við 70 Háskóla. Félag var stofnað við Háskóla Íslands fyrir einu og hálfu ári síðan og geta því allir stúdentar við HÍ sótt um námskeið á vegum félagsins.

Það sem er það magnaðasta við námskeiðin, er að félagið sem heldur námskeiðið, sér um mat, gistingu og transport á meðan á því stendur. Þannig að það er bara að koma sér til viðkomandi borgar og njóta þess að vera þar frítt á meðan á námskeiðinu stendur.

Opið er fyrir umsóknir á sumarnámskeið BEST til 1.apríl. en í sumar verða 45 námskeið í boði í 42 borgum Evrópu eða 23 löndum. Er ekki allir að leita að tækifærum til að ferðast ódýrt í sumar ?

Persónulega finnst mér kúrsinn "Enjoy red and white: An extraordinary summer course about wine..." mest spennandi. Ekki leiðinlegt að fara til Tyrklands og liggja í vínsmökkunum í 10 daga í sumar og borga bara fargjaldið ;) 

Sækja um námskeið

BEST námskeið um vatnsaflsvirkjanir...

Í dag var að klárast námskeið sem við í Víðfara BEST á Íslandi héldum um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið tókst mjög vel í alla staði og voru þátttakendurnir nokkuð sáttir við framkvæmdina hjá okkur. 

Mikil ásókn var í námskeiðið, en yfir 230 umsóknir bárust. Því miður höfðum við bara pláss fyrir 23 þátttakendur og komu þeir frá 19 löndum. Miðað við aðsóknina er greinilegt að Ísland er mjög heitt hjá evrópskum tækninemum. Vonandi skilar það sér í fleiri masters- og doktorsnemum í H.Í.

Annars er gaman frá því að segja að ein af stelpunum sem var á námskeiðinu hitti prófessor við Háskólan á föstudagin og er alvarlega að hugsa um að koma hingað í doktorsnám. Það er algerlega frábært ef að BEST er farið að stuðla að fjölgun framhaldsnema við Háskólan.


Bloggheimar heimsóttir

Jæja, það er víst kominn tími til að slást í lið með tækninni og byrja að blogga. Hér mun ég reyfa skoðanir mínar á málefnum líðandi stundar og gefa lesendum innsýn í þankagang minn. Vona að sem flestir eigi eftir að njóta vel. 

« Fyrri síða

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 433

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband