Kjördagur að renna upp

Þá er stóri dagurinn að renna upp. Á morgun gengur landinn að kjörkössunum og sker úr um hvaða flokkur fær umboð til ríkistjórnunarmyndunar eftir helgi. Frekar leiðinlegt að háskólinn skyldi ekki hafa flýtt prófatörninni um 2 daga, þannig að síðasti prófdagur væri laugardagurinn 12. maí í staðin fyrir þriðjudaginn 15. maí. Auglýsingin frá einhverjum bankanna með yfirskriftinni "tökum tillit til námsmanna" kemur helst upp í hugann.

Annars hefur verið gaman að fylgjast með baráttunni síðustu daga. Óvænt útspil á lokasprettinum verið mörg. Það nýjasta í dag þegar Jóhannes í Bónus keypti heilsíðu auglýsingu í öllum dagblöðunum þar sem hann hvetur fólk sem ætlar sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík suður til að strika yfir Björn Bjarnason. Ég heyrði einu sinni mann kominn af léttasta skeiði heima í Bolungarvík lýsa því yfir að hann hefði í öllum sínum kosningum strikað miskunarlaust út menn á öllum listum og  þar með gert atkvæðið sitt ógilt í öllum kosningum síðan um miðja síðustu öld ! Verður gaman að sjá hvort að hlutfallið " auðir og ógildir" aukist í Reykjavík suður í kosningunum á morgun.

Það hafa margir í kringum mig verið að velta því fyrir sér hvernig myndun stjórnar fer fram eftir kosningar. Eftir því sem ég best veit, þá er tvennt í stöðunni:

1. Samanlagt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verður nægt til að stjórnin haldi velli. Geir H. Haarde sem sitjandi forsætisráðherra hefur umboð til að hefja viðræður um stjórnarmyndun.

2. Stjórnin verður felld. Þá hljóta sigurvegarar kosninganna, sem skv. skoðannakönnunum verða Vinstri grænir þar sem þeir bæta við sig mestu fylgi, umboð frá forseta Íslands til að hefja stjórnarmyndunarviðræður.

Ef ég er að fara með rangt mál, þá bið ég endilega menn sem vita betur en ég að leiðrétta mig í commentakerfinu. Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þetta er að það virðist brenna við að margir kjósendur sem í grunninn vilja Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta ætli sér að kjósa þann flokk sem þeir horfa á sem "drauma samstarfsflokk " með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn". Það gæti verið frekar hættulegt skv. þessum skilningi mínum. Því ef að stjórnin heldur ekki velli og skoðanakannanirnar ganga eftir, þá hefur Steingrímur J. umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður eftir helgina. Það er hugboð mitt að kaffibandalagið verði honum framar í huga en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.  

Ég ætla mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á morgun og hvet ég þann meirihluta þjóðarinnar sem skv. skoðanakönnunum virðist vilja Geir H. Haarde áfram sem forsætisráðherra, til að gera slíkt hið sama.


Saga Bolungarvíkur

Jæja þá er prófatíðin hafin. Hef reyndar sjaldan fengið eins þægilega próftöflu og nú. Tveimur námskeiðum lokið fyrir prófatörnina og þarf ég því aðeins að taka 3 próf á 10 dögum.  En það er nú alltaf þannig að þegar maður á að vera að læra undir próf þá finnur maður sér yfirleitt eitthvað annað að gera. Ég hef verið að glugga í bókina hans Jóns Þ. Þórs um sögu Bolungarvíkur, 1. bindi. Þar er saga Bolungarvíkur rakin frá upphhafi til ársins 1920. Einna skemmtilegastur þótti mér kaflinn um stofnun sparisjóðs Bolungarvíkur. En peningastofnanir voru ekki til á Íslandi fyrr en á síðari hluta 19. aldar, fyrir þann tíma var notast við vöruskipti. En í bókinni segir að á árinu 1908 hafi verið afráðið að stofna Sparisjóð í Bolungarvík og var boðað til fundar þann 15. apríl 1908, fyrir réttum hundrað árum síðan. Fyrstu stjórnina skipuðu þeir Pétur Oddsson kaupmaður, Halfdán Örnólfsson hreppstjóri og Sigurður Jónsson kennari. Fram kemur að þessir herramen hafi einnig gengist í ábyrgðir fyrir bankann ásamt öðrum stofnfélögum og svara fyrir allt að 200,- kr. halla hver.

Fyrsti sparisjóðsstjóri var Pétur Oddsson og var afgreiðslan í Péturshúsi ( seinna Einarshús þar sem kjallarinn er í dag ), opin einu sinni í viku fyrst um sinn. Formlega tók sparisjóðurinn til starfa 25. maí 1908 og var fyrsta innlögnin 75 krónur. Fyrsta lánið hins vegar var 250 krónur. Á fyrsta starfsárinu lögðu 68 Bolvíkingar fé inn í sjóðin, alls 7.596,20 krónur. Sama ár greiddi sjóðurinn 102,28 krónur í innlánsvexti, lánaði 8.075,- krónur og rekstrarkostnaður við sjóðinn nam 70,29,- krónum.

Ekki ætla ég að fara út í það að núvirða þessar fjárhæðir, en það er engu að síður gaman að sjá þetta.


Gott framtak Vöku

vokublomVaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, hefur komið af stað undirskriftarssöfnun, til að þrýsta á háskólayfirvöld um fleiri lóðir undir stúdentagarða. FS hefur yfir fjármagninu að ráða, eina sem til þarf eru fleiri lóðir. Hvet alla til að leggja góðu málefni lið og setja nafn sitt á listann.

BEST á Íslandi: BEST í Evrópu.

Jæja, þá er maður kominn aftur heim frá mjög vel heppnuðum aðaldundi BEST ( Board of European Students of technology) í Frakklandi. Þetta voru stífir dagar, en afskaplega skemmtilegir og lærdómsríkir. Dæmi var um það að fundur hæfist klukkan níu að morgni og fundardagskrá var ekki tæmd fyrr en langt gengin í 2 eftir miðnættið. Samt sem áður er það þessi einstaki BEST andi, sem gerir það að verkum að þreytan gleymist og allir mæta hressir og spenntir til að takast á við nýjan dag.

 Það voru margar skemmtilegar umræður sem sköpuðust þarna úti. Eitt heitasta málefnið var " Visual Idendity" en það snýr að því að breyta um LOGO BEST sem hefur verið eins frá stofnun samtakanna 1989. Á ráðstefnuna mætti markaðsmaður frá fyrirtækinu P&G sem er einn af samstarfsaðilum BEST og flutti fyrirlestur um "branderiseringu". Mjög áhugaverður fyrirlestur. Miklar blikur voru á lofti með þetta málefni, en það endaði þannig að kosið var með því að skipta um merki félagsins, en allar tillögurnar 4 um nýja ímynd voru felldar. 

Annað málefni var rætt þarna úti sem mér fannst verulega áhugavert. Eins og stendur er BEST að bjóða uppá um 200 námskeið á hverju ári, í þeim 70 háskólum sem samtökin eru starfrækt við. Þau námskeið eru mörg hver á frekar háu akademísju plani. Þ.e. vélaverkfræðinemar fara og kynnast einhverju sem lítur beint að þeirra fagi s.s. uppbyggingu þotuhreyfla. Þetta er að sjálfsögðu mjög gptt og gerir það að verkum að stúdentar kynnast þeim viðfangsefnum á sinni námslínu sem eru vel úr garði  gerð í viðkomandi skólum. Hins vegar er í innra sfarfi BEST mjög virk og góð "soft skills" þjálfun. Þ.e. leiðtogaþjálfun, þekkingarmiðlun, verkefnastjórnun, ræðumennsku og annað slíkt. Að bjóða uppá svoleiðis námskeið, væri virkileg aukreitis menntun. Í Háskóla Íslands sem og mörgum öðrum háskólum Evrópu er ekkert slíkt í boði. Ég mun leggja mitt af mörkum til að BEST geti farið að bjóða uppá svona námskeið, sem myndu verða mjög kærkomin viðbót við það fræðilega nám sem í boði er.

 


Bloggþurð

Jæja... ekki gekk innrás mín í bloggheima eins vel og ég gaf fyrirheit um í byrjun. Mikið búð að vera að gera bæði í skólanum og skemmtanalífinu. Skellti mér vestur yfir páskahátíðina, en er nú kominn í borg óttans á ný, eftir að hafa náð hámarks-afslöppun á milli skemmtiviðburða. 

Það var frábært að komast vestur í mat hjá mömmu og pabba. Ekki ofsögum sagt að mamma verði betri og betri kokkur eftir því sem árin líða. Hátíðin "Aldrei fór ég suður" var líka alveg mögnuð. Kristinn bróðir var þar innsti koppur í búri eins og hans var von og vísa og held ég að hann hafi spilað í fleiri atriðum á föstudagskvöldinu en ekki. Hápunktur hátíðarinnar var þó að mínu mati hljómsveitin Ampop, með ísfirðinginn og stórtrommaran Jón Geir í broddi fylkingar. Ótrúlegt hvernig 3 menn geta náð meiri þéttleika en margar 6 manna hljómsveitir. Mugison, Sprengjuhöllin, lúðrasveitin og fleiri voru líka með mjög eftirminnileg atriði. Hitti ótrúlegasta fólk fyrir vestan, m.a. meiri hlutan af krökkunum sem eru með mér á þriðja ári í véla- og iðnaðarverkfræði, eða svo gott sem.

Næsta ferðalag hefst svo á fimmtudagin, þegar ég held á vit ævintýranna í París. Ég og Elís vinur minn erum að fara á aðalfund BEST samtakanna. 


Efling atvinnulífs á Vestfjörðum

Atvinnulíf á Vestfjörðum hefur mikið verið í fjölmiðlum síðustu vikur og ekki af ástæðulausu. 

Ég hef ekki alltaf verið talsmaður aðkomu ríkisins að svona málum, en fjölgun í opinberum störfum hefur verið meiri í öðrum landshlutum á undanförnum misserum. Mikilvægt er að ríkið gæti jafnræðis í þessu eins og öðru. 

Mjög áhugaverðar tillögur sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík, má lesa á blogginu hjá Baldri Smára vini mínum.


Hver er maðurinn ?

Hann á einkaleyfi á yfir 440 uppfinningum tengdum heilbrigðisgeiranum.

Ein af uppfinningum hans er þessi.

Önnur uppfinningin hans er þessi. 

Hann hefur fundið upp tæki til að framleiða rafmagn og hreinsa vatn og er hvert vatnstæki nægt til að útvega 100 manns ráðlagt vatnsmagn. Tækin hafa verið til reynslu í Bangladesh.

Hann er einn af framsögumönnunum á þessri ráðstefnu sem ég er á.

Og við Andri vorum að spjalla við hann í kokteilboði í gær.

Fyrstur sem kemur með nafnið rétt í commenta-kerfinu á inni hjá mér einn kaldan. Bannað að googla og Andri, þú mátt ekki svara. 

 


Spennandi málþing

malthingvoku2007

Frábært framtak hjá Vöku. Verst að maður verður ekki á landinu til að fylgjast með þessu. Þetta verður án efa hin mesta skemmtun.


Nýtt vefsvæði Innovit

Við Andri Heiðar sitjum í andyrinu á Radisson SAS hótelinu í Þrándheimi með sitthvora tölvuna í kjöltunni. Í dag er fyrsti dagur mjög áhugaverðrar ráðstefnu. MIT $100K GLOBAL STARTUP WORKSHOP. Á ráðstefnunni verður tekið fyrir hvernig á að koma upp stuðningssamtökum fyrir frumkvöðla, svona eins og við hjá Innovit erum að vinna að. Einn af aðal framsögumönnunum er yfirmaður frumkvöðlasetursins hjá MIT, verður áhugavert að heyra hvað hann segir. Hann hefur safnað yfir 20 milljónum dollara til frumkvöðlastarfsemi í MIT.

En í tengslum við ráðstefnuna höfum við nú opnað nýtt vefsvæði fyrir Innovit. Nýja síðan er mun ferskari en áður og nú er hægt að fræðast um starfsemi Innovit á bæði ensku og Íslensku.

Hvet ykkur til að skoða heimasíðuna hér


Verðum að hugsa hnattrænt

Það kemur mér svakalega á óvart að Íslendingar séu virkilega að setja sig á móti stækkun álversins. Að mínu mati er nauðsynlegt að setja málið í víðara samhengi. Við Íslendingar erum sú þjóð sem framleiðir mest af svokallaðri grænni orku. Þ.e. við höfum tækifæri til að menga mun minna en aðrar þjóðir, í rafmagnsframleiðslu okkar. Því ber okkur sem virkir þátttakendur í heimssamfélaginu að leggja okkar af mörkum.

Ál verður framleitt svo lengi sem eftirspurn er eftir því. Því er það hagur allra jarðarbúa að mengunin við álframleiðslu verði sem minnst. Klárt er að álver sem fær orku frá vatnsaflsvirkjun á Íslandi, skilar minni mengun út í andrúmsloftið en álver sem staðsett er á meginlandi Evrópu og er knúið af kjarnorku.  Ekki skemmir svo fyrir tekjurnar sem skila sér í ríkiskassann.


mbl.is Meirihluti andvígur stækkun álvers í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband