Veit einhver um íbúð í París til leigu ?

Jæja,  nú er að reyna að standa við stóru orðin og blogga reglulegar. Þegar þetta er skrifað sit ég sveittur á bókasafninu í VRII ( lesist Verk- og raun hús 2) að lesa Efnafræði. Efnafræðin hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, enda er þessi kúrs einn af gömlum syndum sem hefði átt að klárast á öðru árinu mínu í verkfræðinni.

Í stundum á milli stríða, höfum við Jóhanna verið að reyna að finna fyrir hana íbúð í París. Það eru ekki nema tæpir 2 mánuðir þangað til að hún ætlar sér að flytja á vit ævintýrana til Parísar og skilja mig eftir í kuldanum. Þær íbúðir sem við höfum verið að skoða og koma til greina sökum verðs, eru á bilinu 10 - 20 fm. og kosta allt upp í 800 Evrur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur íslenskar. Svo virðist líka sem allar leigumiðlanirnar vilji fá einhvern ábyrgðarmann sem þiggur laun í Frakklandi, sem gerir þetta ekkert mikið auðveldara. Ef einhver hefur einhver ráð upp í erminni þá megið þið endilega hafa samband.

 

En jæja, nóg af kveini. Fín færsla hérna hjá Guffa frænda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband