Fréttir frá Frakklandi...

...má finna á síðunni: http://magnus.einarsson.is

Kosningar í Háskólanum - Áfram Vaka !

Fyrri kjördagur runninn upp – Áfram VAKA !

Jæja, þá er komið að hinum árlegu kosningum til stúdentaráðs í Háskóla Íslands. Ég skipaði fimmta sæti á lista Vöku til stúdentaráðs, sem þýðir að ég hlýt sæti í ráðinu hljóti Vaka meirihluta, en þá komast fimm efstu af listanum í ár og fimm efstu af listanum í fyrra í stúdentaráð.

Fái ég umboð til að vinna að hagsmunum stúdenta í stúdentaráði, eru nokkur málefni sem ég myndi setja á oddinn. Það sem stendur mér einna næst, er að berjast fyrir því að próftöflur séu birtar áður en maður skráir sig í námskeið. En á síðustu önn tók ég 6 próf, fyrst 3 á þremur dögum og svo 3 á tveimur dögum! Með því að próftaflan sé birt fyrirfram er maður allavegana meðvitaður um það alla önnina hvernig prófin raðast.

Ég vil biðja ykkur sem þetta lesa að veita mér ykkar stuðning í kosningunum og hjálpa mér við það að koma mínum hugðarefnum í verk. Einnig er þetta tækifæri til að láta meistara Hlyn, vin minn í Vöku standa við stóru orðin !

"  

Nánar má lesa um málefnin okkar á heimasíðu Vöku; www.vaka.hi.is


Veit einhver um íbúð í París til leigu ?

Jæja,  nú er að reyna að standa við stóru orðin og blogga reglulegar. Þegar þetta er skrifað sit ég sveittur á bókasafninu í VRII ( lesist Verk- og raun hús 2) að lesa Efnafræði. Efnafræðin hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, enda er þessi kúrs einn af gömlum syndum sem hefði átt að klárast á öðru árinu mínu í verkfræðinni.

Í stundum á milli stríða, höfum við Jóhanna verið að reyna að finna fyrir hana íbúð í París. Það eru ekki nema tæpir 2 mánuðir þangað til að hún ætlar sér að flytja á vit ævintýrana til Parísar og skilja mig eftir í kuldanum. Þær íbúðir sem við höfum verið að skoða og koma til greina sökum verðs, eru á bilinu 10 - 20 fm. og kosta allt upp í 800 Evrur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur íslenskar. Svo virðist líka sem allar leigumiðlanirnar vilji fá einhvern ábyrgðarmann sem þiggur laun í Frakklandi, sem gerir þetta ekkert mikið auðveldara. Ef einhver hefur einhver ráð upp í erminni þá megið þið endilega hafa samband.

 

En jæja, nóg af kveini. Fín færsla hérna hjá Guffa frænda.


Óvæntur og lúmskur þrýstingur á nýja bloggfærslu

Frændi minn bolvíska stálið setti á mig óvænta pressu um að fara að hressa upp á þessa bloggsíðu mína. Eins og landsmönnum er kunnugt, heldur hann úti hinu vinsæla bloggi fólksins. Í síðustu færslu sinni segist hann hafa gert gagngerar breytingar á tenglalistanum, kastað út gömlum bloggurum fyrir bloggþurð og skellt nýjum inn í staðinn. Þar sem einn af þessum nýju tenglum er tengill inn á bloggið mitt, þá er hann búinn að setja á mig pressu að halda einhverri virkni á þessarri síðu hjá mér, svo að ég verði nú ekki settur út í kuldann aftur. En sökum tækniblindni Stálsins þá þarf ég svo sem ekki að hafa áhyggjur af því að þessi listi verði uppfærður aftur fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. 

En allavegana, prófin nálgast og þá tekst manni yfirleitt að taka sér eitthvað allt annað fyrir hendur en að læra. Kannski ég reyni að nýta pásurnar inn á milli lærdóms í blogg.

Farið varlega í hálkunni.


Critical Success Factors in Entrepreneurship

Við hjá Innovit verðum með spennandi ráðstefnu, miðvikudaginn 10. október næstkomandi. Sjá nánar hér að neðan. 

banner_kenneth

Ráðstefna um lykilþætti árangurs í nýsköpun og stofnun fyrirtækja á Nordica 10. október 2007
Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi er og mun áfram verða drifkraftur íslensks atvinnulífs. Jafnt innan fyrirtækja sem og við stofnun nýrra fyrirtækja.

Innovit býður Íslendingum nú einstakt tækfæri til að fræðast um lykilþætti til árangurs þegar kemur að stofnun þekkingarfyrirtækja í fremstu röð. Kenneth P. Morse, einn helsti sérfræðingur heims á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi mun í fyrsta sinn halda fyrirlestur hér á landi auk þess sem íslenskir frumkvöðlar munu miðla sinni reynslu.

8:00 Skráning og morgunverður
8:30 Össur Skarphéðinsson
Iðnaðaðrráðherra
8:40 Kenneth P. Morse
Raðfrumkvöðull og framkvæmdastjóri frumkvöðlaseturs MIT háskóla
9:30 Andri Heiðar Kristinsson
Stofnandi og framkvæmdastjóri Innovit
9:50 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon
Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
10:10 Kaffihlé
10:30 Hilmar V. Hilmarsson
Forstjóri CCP
11:00 Prófessor Jón Atli Benediktsson
Þróunarstjóri Háskóla Íslands og einn stofnenda líftæknifyrirtækisins Oxymap
11:30 Dr. Gísli Hjálmtýsson
Framkvæmdastjóri Brú Venture Capital og handhafi yfir 20 einkaleyfa
12:00 Dr. Svafa Grönfeldt
Rektor Háskólans í Reykajvík og stofnandi Gallup
12:30 Hádegisverður
 
Ráðstefnustjóri er Helga Arnardóttir, fréttamaður



Kenneth P. Morse er raðfrumkvöðull og framkvæmdastjóri frumkvöðlaseturs MIT háskóla í Boston. Kenneth hefur undanfarna áratugi spilað lykilhlutverk í stofnun fimm hátækni- og þekkingarfyrirtækja í Bandaríkjunum. Sem framkvæmdastjóri frumkvöðlaseturs MIT hefur hann undanfarin áratug borið þungann af þjálfun og kennslu frumkvöðla úr öllum deildum skólans, sem er einn sá allra fremsti í heiminum á þessu sviði. Kenneth, sem hefur ferðast víða um heiminn og haldið fyrirlestra, verið ráðgjafi stjórnenda, stjórnvalda og fyrirtækja, er stórskemmtilegur fyrirlesari sem vert er að taka eftir.

Miðasala er hafin á www.midi.is - Takmarkaður sætafjöldi

9.850 kr.     Almennt verð
2.850 kr.     Fyrir alla nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.


Aukin þjónusta við frumkvöðla innan Háskóla Íslands

Eftirfarandi pistill eftir mig birtist á heimasíðu Vöku í gær. Læt hann fylgja með hérna líka.

 

Hugtakið „þekingarþjóðfélag“ hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Allir virðast vera sammála um það að vilja lifa í þekkingarþjóðfélagi og að búa eigi svo um hnútana að á Íslandi sé þekkingarþjóðfélag. En hver er grundvöllurinn fyrir þekkingarþjóðfélagi ? Að mínu mati er það að til verði fyrirtæki sem byggð eru á rannsóknum eða þekkingu menntafólks. Stórt skref hefur verið stigið í þá átt, að skapa háskólamenntuðum frumkvöðlum vettvang, til að hagnýta sínar rannsóknir í átt að stofnun fyrirtækis, en það er stofnun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Innovit býður upp á þjónustu og ráðgjöf fyrir frumkvöðla við að koma upp sprotafyrirtækjum. Þjónusta Innovit er skipt í fjórar meginstoðir, en þær eru:


                                                      Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki

                                                      Fræðsla, fyrirlestrar og námskeið

                                                      Sumarvinna við nýsköpun

                                                      Árleg frumkvöðlakeppni Innovit

 

Þjónustan er í boði fyrir nemendur þeirra háskóla, sem í samstarfi eru við Innovit. Háskóli Íslands hefur þegar ákveðið að tryggja nemendum sínum aðgang að þjónustu Innovit næstu þrjú árin.

Innovit var stofnað í janúar síðastliðnum, af Vökuliðunum, Andra Heiðari Kristinssyni, undirrituðum og Stefaníu Sigurðardóttir, en að hugmyndinni komu einnig vökuliðarnir Davíð Gunnarsson, Gunnar Björn Helgason, Kristín María Birgisdóttir og Stefán Andri Gunnarsson. Starfsemin er nú þegar komin af stað og hafa þrjú sprotafyrirtæki haft aðstöðu hjá Innovit síðan í maí. Vel á annan tug umsókna bárust um aðstöðuna, þó að umsóknarfresturinn hafi verið mjög stuttur. Er þetta góð vísbending um þann mikla frumkvöðlaanda sem ríkir í nemendum Háskóla Íslands. Með því að virkja þá þekkingu og þann frumkvöðlaanda sem í íslenskum háskólanemum býr, búum við saman til það þekkingarþjóðfélag sem samstaða er um að ríkja eigi á Íslandi.


Skemmtilegir tímar framundan

Jæja, öll loforð og fögur fyrirheit um mikla virkni á þessarri bloggsíðu hafa orðið að engu í sumar. Mikið hefur verið að gera og veðrið svo gott að ofar í huganum hefur verið að sóla sig en að blogga. En nú stendur allt til bóta í þeim efnum. Er byrjaður að læra fyrir sumarpróf og þá er maður vanalega duglegur að finna sér eitthvað til dundurs og því ekki þá að blogga :)

Ég ákvað að endurnýta fyrirsögnina sem hefur prýtt síðuna síðustu mánuði. Hún hefur alltaf átt vel við því að sumarið er búið að vera viðburðaríkt og skemmtilegt. Það sem er markverðast að gera þessa daganna er að ég og Andri Heiðar erum að fara á vegum Innovit til Akureyrar og að Hólum í Hjaltadal. Þar ætlum við að kynna starfsemi Innovit og fá að skoða það sem er að gerast í nýsköpunarmálum hjá þessum háskólum. Sérstaklega spennandi verður að sjá það sem er að gerast í Hólaskóla, en þeir hafa nýverið stofnað Verið, sem er Rannsóknar-, kennslu-, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Við félagarnir leggjum af stað í ferðalagið seinni partinn í dag og komum aftur á morgun.


Skemmtilegir tímar framundan

Jæja, þá er bara eitt próf eftir. Síðasta próf þessa vetrar verur þreytt á morgun, en þá þarf ég að takast á við Tölulega greiningu. Vonandi gengur það að óskum. Gulrótin sem maður hefur þó hangandi fyrir framan sig, er að á fimmtudagin fer ég í útskriftarferð og verð í burtu í 25 daga. Fyrst höldum við til Þýskalands, en námshluti ferðarinnar fer þar fram. Fyrirhugaðar eru heimsóknir í kjarnorkuver, kauphöll, háskólann í Karlsruhe og höfuðstöðvar Audi. Eftir viku dvöl í Þýskalandi höldum við svo til Tælands þar sem við verðum í tvær og hálfa viku. Í Tælandi skoðum við okkur um í Bangkok, förum í gönguferð inn í landinu þar sem tækifæri gefst til að fara á fílsbak og spókum okkur á ströndinni á eyjunni Koi Samui svo eitthvað sé nefnt. 

Ég á von á að þetta verði hin skemmtilegasta ferð og nokkuð ljóst að það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefast til að fara til Asíu.

Svo eru ekki minna skemmtilegir tímar framundan hjá okkur í Innovit. En í sumar getum við boðið frumkvöðlum upp á skrifstofuaðstöðu án endurgjalds til uppbyggingar á sinni viðskiptahugmynd. Einnig verður hjá okkur nemandi sem vinnur verkefni sem hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og er samvinnuverkefni Innovit og hins margverðlaunaða Þorsteins Inga Sigfússonar.  

Mikið að gera að venju og ég sé fram á að einstaklega skemmtilegt sumar sé í vændum.

ko__hong

 

 

 

 

 

 

Læt fylgja með að ganni mynd af einni af Tælensku eyjunum :D


Gleðilegan kjördag - XD

Jæja þá er stóri dagurinn runninn upp. Vona að kjósendur taki vel upplýsta afstöðu og að Geir Haarde fái umboð til ríkisstjórnunarmyndunar eftir helgi. 

Þarf að skreppa í próf í "stjórnun fyrirtækja" klukkan hálftvö en vona að eftir það geti ég að einhverju leyti notið dagsins. Ég er mikill kosningamaður og skemmti mér sjaldan betur en í kringum kosningar. Því miður hefur prófatörnin í Háskólanum sett strik í reikninginn í þessari baráttu.

 XD


mbl.is Kjörsókn í höfuðborginni dræmari en fyrir fjórum árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Már Einarsson

Höfundur

Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Verkfræðinemi og lífskúnstner
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Magnús-lítil
  • hlynur krull litil
  • hlynur krull litil
  • auglysing-radstefna
  • ...ner_kenneth

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband